by Hugrún Liv
Copyright © 2017
Þegar ég og tvær vinkonur mínar útskrifumst úr menntaskóla ætlum við að fara í sex mánaða heimsreisu. Okkur langar að heimsækja allar heimsálfurnar og sjá sem flesta menningarhætti, smakka allskonar mat og bara kanna heiminn. Við ætlum að safna okkur pening og borga ferðina sjálfar. Við höfum ekki ákveðið nákvæmlega hvernig og hvert við ætlum að fara en ég ætla að segja frá hvernig við líklegast gerum þetta.
Við ætlum að byrja á að ferðast um Evrópu og skoða allskonar staði og smakka allskonar mat. Við ætlum að fljúga frá Íslandi og keyra svo milli landa. Næst fljúgum við til Asíu, förum til allskonar landa þar. Frá Asíu ætlum við til Ástralíu, skoða kengúrur, pokabirni og kóalabirni. Þar á eftir til Afríku sjá fátæktrarhverfin og fleira, síðast en ekki síst er það Suður- og Norður Ameríka þar er allskonar merkilegt að skoða. Til dæmis frelsisstyttan, Jesú styttan, Disney World og margt margt fleira. Á meðan ferðalaginu stendur förum við alveg pottþétt á nokkra tónleika, fótboltaleiki og svoleiðis.
Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu, ég held að þetta verði mjög gaman!
Published: Jan 18, 2017
Latest Revision: Jan 30, 2017
Ourboox Unique Identifier: OB-227398
Copyright © 2017