by Kjartan Arnar Guðmundsson
Copyright © 2017
Kjartan Arnar Guðmundsson Ferðalagið mitt!
- Joined Jan 2017
- Published Books 1
Copyright © 2017
Ég ætla að fara til Skotlands í apríl með mömmu og pabba, Við ætlum að gista hjá frænku minni og kærastanum hennar.
Við fjölskyldan ákváðum að fara til Skotlands að hitta frænku mína og kærastann hennar eftir að þau sem bjuggu áður í London voru búin að koma og fá að gista hjá okkur svo oft að þeim fannst þau þurfa að endurborga okkur með því að bjóða okkur gistingu heima hjá þeim í litlum bæ fyrir utan Aberdeen sem kallast Westhill.
Frænka mín og kærastinn hennar eru búin að koma í ferminguna mína og einu sinni á undan því, um jólin og áramótin 2015 frænka mín kom svo aftur sumarið 2016, svo komu þau bæði um áramótin 2016-2017; eftir að þau fluttu til Bretlands.
Við ætlum að fljúga til Aberdeen flugvallar og leigja bíl til Westhill. Þegar við komum ætlum við að borða og sennilega bara skoða okkur um í hverfinu. Við ætlum svo örugglega að vakna næsta dag og skoða okkur meira um, finna okkur eitthvað að gera næstu daga. Til dæmis ætlum við að fara á Þjóðarsafn Skotlands og skoða kastala sem eru mjög algengir í Skotlandi.
Published: Jan 18, 2017
Latest Revision: Jan 30, 2017
Ourboox Unique Identifier: OB-227477
Copyright © 2017