by Elísabet Kristjánsdóttir
Artwork: Elísabet Kristjánsdóttir
Copyright © 2017
Þann 2. Ágúst fór ég í stærsta ferðalag lífs míns vegna þess að afi minn var að giftast afrískri konu og þau buðu okkur í ekta afrískt brúðkaup útí Tanzaníu, ég ferðaðist með mömmu, Söru systur minni, og svo frænku minni og frænda. Ferðalagið byrjaði á að millilenda í Noregi og var þar á flugvellinum í 6 tíma enn svaf aðallega. Ég flaug svo til Dubai og svaf eina nótt á hóteli þar, flaug síðan um morguninn til Tanzaníu sem er land í Afríku. Eftir ótrúlega langt ferðalag lentum í Dar Es Salam og afi minn kom að sækja okkur og við keyrðum á strandarhótelið sem við gistum á.
Ég hef sjaldan þurft jafn mikið að pissa og í þessari bílferð enda ótrúlega heitt þarna og ég drakk svakalega mikið vatn, það var aldrei í boði að stoppa og pissa á bensínstöð þá varstu einfaldlega rændur.
Ég trúði ekki að ég væri að fara sofa í svona óöruggum kofum og leið mjög óþæginlega allan tíman á þessu hóteli, þarna voru allskonar laus hættuleg dýr og verðirnir voru með skammbyssu á sér. Við sváfum allar saman eða ég, systir mín og mamma mín í einu stóru rúmi. Ég vaknaði daginn eftir og drakk mjólkurhristing og syndi í sjónum.
Um kvöldið fór ég í þrjú hundruð manna veislu sem er kallað send off party, það er afrísk hefð og virkar þannig að veisla sem er haldinn fyrir brúðina og það var dansað fram á nótt og fullt af góðum mat.
Daginn eftir fórum við í miðbæinn til að taka ferju á eyju sem heitir Zanzibar þar sem brúðkaupið var haldið, þetta er mjög falleg eyja og fólkið þar er þekkt fyrir að vera hamingjusamt. Hótelið sem við fórum á þarna var allt annað en það sem við hefðum upplifað í Afríku, þetta var 5 stjörnu hótel og það var allt til alls þarna. Þarna voru hlaðborð í öll mál, sundlaugar, strönd rétt hjá og þetta var án efa skemmtilegasta hótel sem ég hef farið á og mér leið mjög vel á því á meðan við það sem ég var búin að sofa í.
Þarna var haldið fallegt strandarbrúðkaup, fallegasta og skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í. Það var kynnir sem talaði allt brúðkaupið og allir dönsuðu saman alla nóttina.
Við vorum á þessu hóteli í þrjár nætur og uppálhaldið mitt þarna var örugglega að synda í tærum sjó.
Svo tókum við ferju og fórum aftur til Dar Es Salam, þar fórum við á hótel sem var aðeins betra enn fyrsta hótelið enn samt leið mér ekki örugg á því.
Þar eyddum við tvem dögum að liggja undir sólinni og borða misgóðan mat, síðan var komið að einu af aðalatriðinu í ferðinni, safari.
Þar vorum við sótt af tvem safari mönnum á hótelið snemma um morguninn og keyrðum í 7 tíma lengst útí frumskóg, við vorum búin að panta rosalega fínt og dýrt “camp” eins og þau kölluðu það enda ekkert annað í boði þarna ef maður ætlar ekki að vera étinn þarna. Enn þegar við komum í það sem átti að vera “hippo camp” voru herbergin ekki tilbúin, engin ljós, enginn matur eða drykkir eða neitt eins og var í auglýsingunni. Það hefði verið svindlað á okkur
Maðurinn sem svindlaði á okkur hefði semsagt sent okkur mynd af mjög flottu campi og látið okkur borga fyrir það enn gefið okkur miklu ódýrara og óöruggara camp og hyrt peninginn. Enn hún æðislega amma mín (konan sem afi giftist) varð bandbrjáluð og fór í myrkrinu í miðjann frumskóg að finna betri camp, hún fann mjög fínt camp sem var meira að segja með rennandi vatni. Daginn eftir fórum við í Serengeti þjóðgarðinn og sáum öll helstu villtu dýrinn. Svo stoppuðum við í einnhverju tréhúsi og fengum krókódíl að borða sem bragðaðist alveg eins kjúklingur
Um kvöldið sátum við varðeldinn og spjölluðum og það var mjög þæginlegt. Daginn eftir var mjög átakanlegur því að við fórum í svokallað “Walking safari” og þá vorum við að labba í gegnum mjög fátækt þorp og sjá við hvaða aðstæður þau lifa, það var rosalega erfitt að horfa uppá þetta og ég vildi að ég hefði verið með meira á mér t.d. föt til að gefa. Þetta var rosaleg lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma. Enn kvöldið kom okkur í betra skap því þetta var síðasta kvöldið okkar þarna svo starfsfólkið klæddi sig upp í einnhverja afríska búninga og söng og dansaði afríska sálma, við dönsuðum með þeim og það var mjög gaman.
Við lögðum á stað snemma um morguninn og vorum kominn á strandarhótel í Dar Es Salaam um kaffileytið. Þar vorum við í tvær nætur að vorum aðalega í sólbaði og drekka mojitos. Ferðalagið var ekki búið þá heldur við fórum til Dubai í svítu á fimmstjörnu hótel. Það var rosalega mikill breyting að fara úr svona fátækt og lítið þróað land í ein af ríkustu borgum heims.
Ég naut Dubai aðalega til að slaka á og jafna mig eftir Afríku. Eina sem ég gerði það fyrir utan að slaka á uppá hóteli var að ég fór í stærsta moll í heimi, fór í hæstu byggingu í heimi burj khalifa, fór í hröðustu lyftu í heimi og svo sá ég stærsta gosbrunna sýningu í heimi. Klukkan fjögur um nóttina byrjaði ferðalagið mikla heim, við millilentum í Noregi aftur og stoppuðum mjög stutt þar og misstum næstum því af fluginu okkar heim til Íslands því töskurnar voru svo lengi að koma. Þegar við komum til Íslands brunuðum við beint á Reykjarvíkuflugvöll og tókum flug heim til Akureyrar. Ég held að ég geti ekki lýst því hvað það var gott að komast heim og komast í venjulega sturtu. Þetta var samt heilt yfir alveg ótrúleg lífsreynsla og ég myndi gera þetta allt aftur nema kannski ekki strax
Published: Jan 18, 2017
Latest Revision: Jan 30, 2017
Ourboox Unique Identifier: OB-227404
Copyright © 2017