by Hugrún Liv
Copyright © 2017
Það eru nokkrar ástæður fyrir að ég held að mér myndi ganga betur í lífinu sem strákur. T.d. þá finnst mér strákar fá meiri athygli ef þeir eru að standa sig vel í lífinu. Eins og t.d söngvarar, leikarar, íþróttafólk, þú gætir nefnt miklu fleiri karlkyns en kvenkyns og mér finnst strákar eiga auðveldara með að ná vinsældum og verða þekktir.
Mér finnst líka að strákar eru bara strákar oft ef þeir gera eitthvað af sér og stelpur eiga bara að hunsa stælana í þeim, þeir eru bara strákar og þetta lagast. Kröfurnar sem eru settir á stráka eru töluvert minni en kröfurnar sem eru settar á stelpur.
Svo það besta, þeir geta pissað standandi. Mér hefur alltaf langað að prófa það, rosalega spennandi. Auk þess fá karlar hærri laun en konur, sem mér finnst rosalega asnalegt, en væri fínt ef ég væri karl. Það má svo ekki gleyma að strákar fara ekki á túr eða þurfa að ganga með barn í 9 mánuði.
Persónulega væri ég til í að vera strákur en samt bara í svona 1-2 daga ekkert mikið meir. Ég myndi ekki vilja breytast í strák endanlega.
Published: Jan 30, 2017
Latest Revision: Jan 30, 2017
Ourboox Unique Identifier: OB-234541
Copyright © 2017